top of page
klippt.jpg

Eflum Suðurkjördæmi!

  • Facebook
  • Instagram

Greinar og málefni

Greinar

Reynsla og þekking

GudrunHafsteins_Ounnid_806A4647 - Copy.j

Guðrún Hafsteinsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Guðrún er fædd 9. febrúar 1970 og er dóttir hjónanna Laufeyjar Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Guðrún er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eiga þau samtals sex börn.

Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, B.A gráðu í mannfræði frá HÍ 2008 og þá hefur hún lokið diplóma námi í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Hún hefur starfað nær allan sinn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði.

Guðrún hefur alla tíð verið virk í félagsmálum. Hún hefur setið í bæði fræðslunefnd og skipulags- og umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar sem fulltrúi D-listans og þá á hún sæti í sóknarnefnd Hveragerðiskirkju. Árið 2004 stofnaði hún Sunddeild Íþróttafélagsins Hamars og var formaður deildarinnar til 2014.

Síðastliðinn áratug hefur Guðrún setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga. Hún var kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og var þar formaður til 2020. Þá hefur hún einnig átt sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Reykjavíkur, Bláa Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Um Guðrúnu
Taka þátt

FYLGSTU MEÐ GUÐRÚNU Á SAMFÉLAGSMIÐLUM

  • Facebook
  • Instagram

Guðrún Hafsteinsdóttir

- EFLUM SUÐURKJÖRDÆMI -

  • Facebook
  • Instagram

Hafðu samband :
gudrun@gudrunhafsteins.is

bottom of page